Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak 11. janúar 2007 12:08 Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Bush flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. Því næst greindi hann frá því að á næstu vikum yrði fjölgað í herliði Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns en þar eru fyrir 132.000 hermenn. Stærstur hluti viðbótarliðsins verður staðsettur í Bagdad en fimmtungur þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágranna í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Demókratar gagnrýna þessar tillögur harðlega og benda á að margar þeirra séu þvert á ráðleggingar ráðgjafarnefndar þingsins sem skilaði tillögum sínum í desemberbyrjun. Dagblaðið Washington Post greinir frá því í dag að demókratar í fulltrúadeildinni hyggist neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa hersins í Írak nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Þá ætla flokksbræður þeirra í öldungadeildinni að reyna að fá ályktun samþykkta þar sem stefnu forsetans í Írak verður mótmælt kröftuglega. Bandarískar hersveitir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Írana í borginni Irbil í Norður-Írak í morgun og tóku fimm starfsmenn hennar fasta. Frá þessu greindi íranska ríkisfréttastofan IRNA nú fyrir stundu. Erlent Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Bush flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. Því næst greindi hann frá því að á næstu vikum yrði fjölgað í herliði Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns en þar eru fyrir 132.000 hermenn. Stærstur hluti viðbótarliðsins verður staðsettur í Bagdad en fimmtungur þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágranna í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Demókratar gagnrýna þessar tillögur harðlega og benda á að margar þeirra séu þvert á ráðleggingar ráðgjafarnefndar þingsins sem skilaði tillögum sínum í desemberbyrjun. Dagblaðið Washington Post greinir frá því í dag að demókratar í fulltrúadeildinni hyggist neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa hersins í Írak nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Þá ætla flokksbræður þeirra í öldungadeildinni að reyna að fá ályktun samþykkta þar sem stefnu forsetans í Írak verður mótmælt kröftuglega. Bandarískar hersveitir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Írana í borginni Irbil í Norður-Írak í morgun og tóku fimm starfsmenn hennar fasta. Frá þessu greindi íranska ríkisfréttastofan IRNA nú fyrir stundu.
Erlent Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira