Nýtt lággjaldaflugfélag í Asíu 5. janúar 2007 09:41 Auðkýfingurinn Tony Fernandes, forstjóri Air Asia, greindi frá því í dag að lággjaldaflugfélögin Air Asia og Fly Asian Express ætla að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, Air Asia X, sem mun sinna millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Greint var frá stórum fréttum af félaginu í vikubyrjun og töldu menn, að félagið ætlaði í samstarf við Virgin eða Easyjet. Talsmenn félaganna neituðu hins vegar fréttum þessa efnis. Að sögn Fernandes verða 20 farþegaflugvélar undir merkjum hins nýja félags og er stefnt að því að hálf milljón farþega fljúgi með Air Asia X fyrsta árið. Kvisast hefur út að miðaverð frá Malasíu til Lundúna geti verið allt niður í 2,84 pund að leiðina. Það svarar til tæpra 288 íslenskra króna. Air Asia var stofnaði árið 2001 og flugu tvær vélar undir merkjum félagsins í fyrstu. Þær eru nú 50 talsins og fara á milli áfangastaða í SA-Asíu og Kína. Þá hefur félagið stóraukið flugvélaflota sinna og hefur pantað 100 A320 farþegaþotur frá Airbus til að anna aukinni eftirspurn.Svo getur farið að félagið kaupi allt að 100 þotur til viðbótar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auðkýfingurinn Tony Fernandes, forstjóri Air Asia, greindi frá því í dag að lággjaldaflugfélögin Air Asia og Fly Asian Express ætla að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, Air Asia X, sem mun sinna millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Greint var frá stórum fréttum af félaginu í vikubyrjun og töldu menn, að félagið ætlaði í samstarf við Virgin eða Easyjet. Talsmenn félaganna neituðu hins vegar fréttum þessa efnis. Að sögn Fernandes verða 20 farþegaflugvélar undir merkjum hins nýja félags og er stefnt að því að hálf milljón farþega fljúgi með Air Asia X fyrsta árið. Kvisast hefur út að miðaverð frá Malasíu til Lundúna geti verið allt niður í 2,84 pund að leiðina. Það svarar til tæpra 288 íslenskra króna. Air Asia var stofnaði árið 2001 og flugu tvær vélar undir merkjum félagsins í fyrstu. Þær eru nú 50 talsins og fara á milli áfangastaða í SA-Asíu og Kína. Þá hefur félagið stóraukið flugvélaflota sinna og hefur pantað 100 A320 farþegaþotur frá Airbus til að anna aukinni eftirspurn.Svo getur farið að félagið kaupi allt að 100 þotur til viðbótar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira