Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga 3. janúar 2007 16:47 Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Sjá meira
Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag kemur fram að flugiðnaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli lægð allt frá árásunum á tvíburaturnana í New York haustið 2001. Rekstur þeirra hafi batnað hægt og bítandi en þrátt fyrir það hafi þau samanlagt tapað 35 milljörðum króna á árabilinu 2001 til 2005. Síðasta ár var gott hjá flestum flugfélögum að fjórða ársfjórðungi undanskildum vegna hærri viðhaldskostnaðar og meiri seinkana á flugi en búist var við, að sögn deildarinnar. Þá geti verið líklegt að einhver félög komi til með að skila tapi í fjórðungnum. Þá vitnar greiningardeildin til bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal, sem hefur eftir sérfræðingum að margt bendi til þess að samrunar flugfélaga séu álitlegur kostur í dag. Með samruna muni nýting flugsæta batna og skapa meira svigrúm á markaðnum. Þó myndi það einnig hafa í för með sér aukinn kostnað og skuldsetningu sem kæmi niður á hagnaði félaganna, að sögn blaðsins. Þá segir deildin að AMR, stærsta flugrekstrarfélag í heimi, sem FL Group keypti 6 prósent í undir lok síðasta árs, hafi skilað hagnaði á tveimur fjórðungum á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í AMR hefur hækkað mikið í Bandaríkjunum í dag eða um rúm 8 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Sjá meira