Nýju ári og ESB aðild fagnað 1. janúar 2007 18:45 Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. Viðræðum við stjórnvöld í Sofíu og Búkarest lauk árið 2004 og það var svo í september síðastliðnum sem framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir að aðlögunarferli væri lokið og ríkin gætu gengið í sambandið. Það mátti vart á milli sjá hvort fólk fagnaði frekar nýju ári eða sambandsaðild í nótt. Einn íbúi í Sofíu sagði þetta sögulega stund og yndislega nótt. Íbúar í Búlgaríu geri sér nú vonir og bjartari og betri framtíð. En nýja árið var nægilegt fagnaðarefni annars staðar í heiminum. Talið er að rúmlega milljón manns hafi komið saman á Times-torgi í New York og talið niður í 2007. Í Lundúnum fögnuðu rúmlega hundrað þúsund manns um leið og Big Ben hringdi inn nýtt ár á miðnætti. Tíu mínútna flugeldasýning tók síðan við. Engin formlega hátíðarhöld voru skipulögð í París í Frakklandi í nótt. Það kom ekki í veg fyrir fjölmenn fagnaðarlæti á Champs-Elysee. Nýju ári var tekið fagnandi við Brandenborgar-hliðið í Berlín þar sem efnt var til rokktónleika í gærkvöldi. Þegar birta tók af degi í morgun lögðust flestir skemmtanaglaðir karlar og konur til hvílu víða um heim. Þá risu trúaðir úr rekkju og hlýddu á boðskap Benedikts sextánda páfa á Péturstorginu í Róm. Í nýárávarpi sínu lagði páfi áherlsu á að í dag væri alþjóðlegur friðardagur. Hann hvatti þjóðir heims til að leggja sitt af mörkum svo frið mætti ná í heiminum og lagði að fólk að hafna stríði og ofbeldi. Erlent Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. Viðræðum við stjórnvöld í Sofíu og Búkarest lauk árið 2004 og það var svo í september síðastliðnum sem framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir að aðlögunarferli væri lokið og ríkin gætu gengið í sambandið. Það mátti vart á milli sjá hvort fólk fagnaði frekar nýju ári eða sambandsaðild í nótt. Einn íbúi í Sofíu sagði þetta sögulega stund og yndislega nótt. Íbúar í Búlgaríu geri sér nú vonir og bjartari og betri framtíð. En nýja árið var nægilegt fagnaðarefni annars staðar í heiminum. Talið er að rúmlega milljón manns hafi komið saman á Times-torgi í New York og talið niður í 2007. Í Lundúnum fögnuðu rúmlega hundrað þúsund manns um leið og Big Ben hringdi inn nýtt ár á miðnætti. Tíu mínútna flugeldasýning tók síðan við. Engin formlega hátíðarhöld voru skipulögð í París í Frakklandi í nótt. Það kom ekki í veg fyrir fjölmenn fagnaðarlæti á Champs-Elysee. Nýju ári var tekið fagnandi við Brandenborgar-hliðið í Berlín þar sem efnt var til rokktónleika í gærkvöldi. Þegar birta tók af degi í morgun lögðust flestir skemmtanaglaðir karlar og konur til hvílu víða um heim. Þá risu trúaðir úr rekkju og hlýddu á boðskap Benedikts sextánda páfa á Péturstorginu í Róm. Í nýárávarpi sínu lagði páfi áherlsu á að í dag væri alþjóðlegur friðardagur. Hann hvatti þjóðir heims til að leggja sitt af mörkum svo frið mætti ná í heiminum og lagði að fólk að hafna stríði og ofbeldi.
Erlent Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira