Farsíminn út á lífið Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. desember 2007 00:01 Hrafnhildur Erna, fimm ára dóttir Katrínar, fékk á dögunum sérstakan farsíma fyrir börn. Síminn er af einföldustu gerð; einungis hægt að taka á móti símtölum og hringja í fimm fyrirfram ákveðin númer. „Þetta er skiljanlega algjört öryggistæki,“ segir Katrín, sem hér sýnir hinn margrómaða síma frá LG undir merkjum Prada. Markaðurinn/Valli „Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með þrjá í takinu núna," segir Katrín Olga Jóhannesdóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskiptatækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada. „Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með þegar ég fer út á lífið." Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveðinn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flottari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri, svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og samlokusímar - gjarnan í bleikum lit - sem þykja sérstaklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að farsímaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft, að hennar sögn. Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með símunum, lítið skraut - oft nafn eða tákn - sem hangi á þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir bara," segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma í að gramsa eftir farsímanum. Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrifstofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálgast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin, er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar. Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið," segir Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum ekki að hafa hlunka í töskunni," segir hún. Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katrínar og má líkja því við að hún sé að ræða um listmun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum: „Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar maður vill vera góður á því úti á lífinu," segir hún. Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir farsíma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það svolítið eins og að klæða sig upp," segir Katrín. „Þetta er hluti af því að fara út." ekki alveg eins og ömmuklukka Katrín er sérstaklega hrifin af klukkunni á Prada-símanum. Markaðurinn/Valli Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við þann frá Prada, sem suður-kóreski hátækniframleiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slíkum fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eiginlega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig," segir Katrín og bendir á að klukkan framan á símanum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á farsímum enda líti hún út eins og venjuleg klukka. „Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann. Hann lítur náttúrlega æðislega út - er kolsvartur og hentar mjög þeim sem líkar við litinn," segir Katrín Olga. Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Ég þarf alltaf að eiga nokkra farsíma og er með þrjá í takinu núna," segir Katrín Olga Jóhannesdóttir. Hún segist þurfa marga síma starfs síns vegna en hún er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Símans. Þríeykið eru BlackBerry Pearl, Sony Ericsson, sem styður þriðju kynslóð í fjarskiptatækni, og farsími frá LG undir merkjum Prada. „Hann er sérstaklega flottur. Ég tek hann með þegar ég fer út á lífið." Katrín og fleiri konur sem Markaðurinn ræddi við sögðu farsímann afar mikilvægan. Einn ákveðinn sími væri iðulega notaður í daglegu lífi en flottari síminn væri brúkaður við sérstök tækifæri, svo sem þegar farið væri út á lífið. Aðrir símar sem komu upp í samtölunum voru Dolce Gabbana-síminn frá Motorola, sem þykir afar flottur, og samlokusímar - gjarnan í bleikum lit - sem þykja sérstaklega höfða til kvenna. Katrín segir ljóst að farsímaframleiðendur hafi í síauknum mæli sett síma á markað sem eigi að höfða til þeirra. Það virki oft, að hennar sögn. Viðmælendur Markaðarins bentu sömuleiðis á að færst hafi í vöxt að kaupa ýmsa fylgihluti með símunum, lítið skraut - oft nafn eða tákn - sem hangi á þeim. Katrín bendir á að fylgihlutir sem þessir séu ekki bara skraut heldur afar hagnýtur hlutur. „Þá sjáum við þá í töskunum okkar, annars týnast þeir bara," segir hún, hlær og bætir við að hún sé lítið fyrir hluti sem þessa, taki frekar aðeins lengri tíma í að gramsa eftir farsímanum. Katrín lítur á BlackBerry-símtækið sem skrifstofuna. Hann noti hún mest enda geti hún þar nálgast tölvupóst og fleira. „Þetta er nettari tegundin, er líkari venjulegum farsíma en hinar gerðirnar. Við konurnar viljum alltaf hugsa um útlitið," segir Katrín og bendir á að smærri símar og þynnri, svo sem samlokusímar, rúmist betur í jakka eða veski kvenna en breiðari símar. Nokkrar gerðir eru til af BlackBerry-símum en Perlan, eins og Katrín kallar sinn þarfasta þjón, er í smærra lagi. „Við nennum ekki að hafa hlunka í töskunni," segir hún. Prada-síminn skipar sérstakan sess í huga Katrínar og má líkja því við að hún sé að ræða um listmun eða gæðahross þegar spjallið berst að honum: „Hann er rosalega flottur og virkar vel þegar maður vill vera góður á því úti á lífinu," segir hún. Síminn styður ekki þriðju kynslóð í farsímatækni en hefur upp á flest annað að bjóða sem prýðir farsíma í dag. „Og þegar ég tek hann með mér er það svolítið eins og að klæða sig upp," segir Katrín. „Þetta er hluti af því að fara út." ekki alveg eins og ömmuklukka Katrín er sérstaklega hrifin af klukkunni á Prada-símanum. Markaðurinn/Valli Gjarnan er sagt að fínni tískusímar á borð við þann frá Prada, sem suður-kóreski hátækniframleiðandinn LG framleiðir, sé gagnslaust glys sem nýtist í fátt annað en til skrauts. Katrín vísar slíkum fullyrðingum út á hafsauga: „Hann er með snertiskjá, líkist svolítið iPhone frá Apple og eiginlega gæti ég sagt að ég væri að undirbúa mig," segir Katrín og bendir á að klukkan framan á símanum sé svolítið öðruvísi en gengur og gerist á farsímum enda líti hún út eins og venjuleg klukka. „Það er svolítið öðruvísi upplifun að nota hann. Hann lítur náttúrlega æðislega út - er kolsvartur og hentar mjög þeim sem líkar við litinn," segir Katrín Olga.
Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira