Lífsstíll fremur en áhugamál 24. október 2007 00:01 Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, er mikill hestamaður. Hér nær hann tengingu við nýfætt folald í sveitinni í sumar. Mynd/Ásgeir Margeirsson Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur." Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur."
Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent