Sjúkir í sinni 16. október 2007 00:01 Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingarmenningu. Eftir að hafa fermst, kyngt oblátu og messuvíni, tók ég utan af gjöfunum sem ég fékk í tilefni dagsins. Mér er minnisstæð gleðin sem gagntók mig yfir nýju græjunum, en svo voru hljómflutningstæki kölluð í þá daga. Eftir að hafa sett tækið í samband varð að láta reyna á hljómgæðin. Geisladiskar voru á þessum tíma fremur nýmóðins og stóð valið því aðeins á milli söngkonunnar Mariuh Carey eða rapparanna í Cypress hill. Þeir síðarnefndu urðu fyrir valinu og ómuðu því lögin af geisladisknum Black Sunday í fermingaveislu minni, á fögrum apríldegi á æskuheimili mínu í Leirár og Melasveit. Himinn og haf skildu á milli veruleika nýfermdrar sveitastúlkunnar og listamannanna af Grátviðarhæð, sem sungu af sannfæringu um hversu mikið þeir nytu hassvímu. Ég lét þó ekki á neinu bera og þegar engin sá til íslenskaði ég textana með hjálp orðabókar. Mörg orðin var þó ekki að finna í henni . Ég leitaði því aðstoðar hjá bandarískum ættingja. Sá gekk í rúskinnsjakka í bandarískum fánalitunum og gortaði að stöðu sinni í samtökum bandarískra skotvopnaeiganda. Taldi ég hann kjörinn til að leiða mig inn í heim glæpona Ameríku. Kaninn hristi höfuðið hins vegar forviða þegar ég leyfði honum að heyra, sagði að svona ensku talaði fólk ekki á Flórída. Rann þá upp fyrir mér að til eru margar tegundir ensku. Flestir Íslendingar skilja ensku í afþreyingarmenningu Kana nokkuð vel og þykir umræðan um að enska verði notuð í íslenska viðskiptageiranum lítið mál. Stundum hef ég velt fyrir mér hvort allir, nema ég, séu altalandi á viðskiptaensku athafnamanna. En ég hef vissar grunsemdir um að flest fólk sé í sömu sporum og ég, dauðhrætt um að uppkomist að það skilji ekki allar tegundir tungumálsins alþjóðlega. Þegar skrifað var undir samning þess efnis að í tuttugu ár gæti Orkuveita Reykjavíkur ekki veitt sérfræðiaðstoð á erlendri grundu nema í gegnum REI, hefur líklega flottræfilshátturinn ráðið því að ákveðið var að hafa þetta mikilvæga plagg á ensku, þótt aðeins væru Íslendingar á fundinum. Alþjóða- og enskuvæðing þykir hipp og kúl en fólk ætti ekki að fara fram úr sér. Þegar samningsmenn skrifuðu undir plaggið án þess að vita hvað í því fælist, hljóta þeir að hafa vonað að Bjarni Ármannsson áttaði sig ekki á því að þeir hefðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að gera. Væru alveg „insane in the brain," svo vitnað sé til áðurnefndra rappara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun
Enskukunnátta Íslendinga kemur fyrst og fremst úr afþreyingarmenningu. Eftir að hafa fermst, kyngt oblátu og messuvíni, tók ég utan af gjöfunum sem ég fékk í tilefni dagsins. Mér er minnisstæð gleðin sem gagntók mig yfir nýju græjunum, en svo voru hljómflutningstæki kölluð í þá daga. Eftir að hafa sett tækið í samband varð að láta reyna á hljómgæðin. Geisladiskar voru á þessum tíma fremur nýmóðins og stóð valið því aðeins á milli söngkonunnar Mariuh Carey eða rapparanna í Cypress hill. Þeir síðarnefndu urðu fyrir valinu og ómuðu því lögin af geisladisknum Black Sunday í fermingaveislu minni, á fögrum apríldegi á æskuheimili mínu í Leirár og Melasveit. Himinn og haf skildu á milli veruleika nýfermdrar sveitastúlkunnar og listamannanna af Grátviðarhæð, sem sungu af sannfæringu um hversu mikið þeir nytu hassvímu. Ég lét þó ekki á neinu bera og þegar engin sá til íslenskaði ég textana með hjálp orðabókar. Mörg orðin var þó ekki að finna í henni . Ég leitaði því aðstoðar hjá bandarískum ættingja. Sá gekk í rúskinnsjakka í bandarískum fánalitunum og gortaði að stöðu sinni í samtökum bandarískra skotvopnaeiganda. Taldi ég hann kjörinn til að leiða mig inn í heim glæpona Ameríku. Kaninn hristi höfuðið hins vegar forviða þegar ég leyfði honum að heyra, sagði að svona ensku talaði fólk ekki á Flórída. Rann þá upp fyrir mér að til eru margar tegundir ensku. Flestir Íslendingar skilja ensku í afþreyingarmenningu Kana nokkuð vel og þykir umræðan um að enska verði notuð í íslenska viðskiptageiranum lítið mál. Stundum hef ég velt fyrir mér hvort allir, nema ég, séu altalandi á viðskiptaensku athafnamanna. En ég hef vissar grunsemdir um að flest fólk sé í sömu sporum og ég, dauðhrætt um að uppkomist að það skilji ekki allar tegundir tungumálsins alþjóðlega. Þegar skrifað var undir samning þess efnis að í tuttugu ár gæti Orkuveita Reykjavíkur ekki veitt sérfræðiaðstoð á erlendri grundu nema í gegnum REI, hefur líklega flottræfilshátturinn ráðið því að ákveðið var að hafa þetta mikilvæga plagg á ensku, þótt aðeins væru Íslendingar á fundinum. Alþjóða- og enskuvæðing þykir hipp og kúl en fólk ætti ekki að fara fram úr sér. Þegar samningsmenn skrifuðu undir plaggið án þess að vita hvað í því fælist, hljóta þeir að hafa vonað að Bjarni Ármannsson áttaði sig ekki á því að þeir hefðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að gera. Væru alveg „insane in the brain," svo vitnað sé til áðurnefndra rappara.