Olía og vatn Þorsteinn Pálsson skrifar 6. október 2007 00:01 Olía og vatn blandast illa. Sama lögmál gildir þegar reynt er að hræra saman opinberum rekstri og einkarekstri eða einokunarrekstri og samkeppnisrekstri. Umræður um sameiningu dótturhlutafélags Orkuveitu Reykjavíkur við hlutafélag í einkaeigu á sama sviði varpar ljósi á þetta. Af nokkrum öðrum nýlegum dæmum af svipuðum toga má nefna einkavæðingu einokunarreksturs Hitaveitu Suðurnesja, þjóðnýtingu ríkishlutafélagsins Íslandspósts á prentsmiðju í samkeppnisrekstri og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins sem Samkeppniseftirlitið taldi í áliti til Alþingis að stangaðist á við samkeppnisreglur. Hitt er svo annað mál að sameining Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er örugglega skynsamleg. Þar kemur tvennt til: Öflugt fyrirtæki á þessu sviði með áhættufjárfestingu í útlöndum að markmiði verður að veruleika. Skattborgarar í Reykjavík fá svo að auki býsna gott verð fyrir sinn snúð. Vandinn í þessu samhengi er því ekki sjálfur sameiningargerningurinn. Vandinn er fremur fólginn í því að ólík lögmál gilda um ákvarðanatöku í einkarekstri og opinberum rekstri. Í einkarekstri eru ákvarðanir teknar hratt bak við luktar dyr. Í opinberum rekstri krefst lýðræðið lengri tíma og opinnar umræðu. Þessum tveimur andstæðu sjónarmiðum laust eðlilega saman í þessu tiltekna máli. Blanda opinbers rekstrar og einkarekstrar kallar á slíka árekstra. Í nútímarekstri hlutafélaga eru hlutabréfakaupsamningar lykilstarfsmanna algengir og eðlilegir. Í opinberum rekstri eru jafnréttissjónarmið ríkari. Borgarstjórinn brást því rétt og skjótt við gagnrýni á þennan hluta málsins þegar hann óskaði eftir á eftir því að jafnréttissjónarmiðið yrði látið gilda. Klípan varðandi þetta er hins vegar sú að Orkuveitan var þegar árið 2001 sett undir leikreglur einkamarkaðarins. Alþingi samþykkti þá með samstöðu allra flokka á Alþingi, að beiðni þáverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að taka Orkuveituna undan almennum reglum stjórnsýsluréttarins. Það átti bæði við um málsmeðferðarreglur og launa- og starfskjör. Þegar litið er til baka virðast allir flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa tekið ákvarðanir um að nota hluta peninga skattborgaranna í Orkuveitunni í áhætturekstur enda mæla lögin frá 2001 beinlínis svo fyrir. Gild sjónarmið eru hins vegar fyrir því að þetta eigi ekki að vera markmið með opinberum rekstri. Sameining þessara tveggja útrásarfyrirtækja á orkusviðinu er í sjálfu sér ekki stílbrot í þessu tilliti. Segja má að stílbrotið hafi í raun verið ákveðið með lögunum frá 2001 og svo með því að beita þeirri heimild þegar dótturfyrirtækið var stofnað, án þess að lítið sé gert úr þekkingarnýtingunni sem í þeirri ákvörðun fólst. Sú ályktun sem af þessu máli má draga er einföld: Brýnt er að hraða setningu laga þar sem tekið er á skipulagsvanda orkubúskaparins. Með aðgreiningu samkeppnisrekstrar og einokunarþjónustu og aðgreiningu auðlindaréttinda frá framleiðslu má ná fram stöðu sem ætti að þjóna almannahagsmunum og opna um leið tækifæri á þessu sviði til samkeppni og útrásar á grundvelli nútíma leikreglna um atvinnustarfsemi. Gildandi löggjöf á þessu sviði gerir ráð fyrir að unnt sé að blanda saman rekstrarformum og rekstrarviðfangsefnum sem eru jafn eðlisólík sem olía og vatn. Því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Olía og vatn blandast illa. Sama lögmál gildir þegar reynt er að hræra saman opinberum rekstri og einkarekstri eða einokunarrekstri og samkeppnisrekstri. Umræður um sameiningu dótturhlutafélags Orkuveitu Reykjavíkur við hlutafélag í einkaeigu á sama sviði varpar ljósi á þetta. Af nokkrum öðrum nýlegum dæmum af svipuðum toga má nefna einkavæðingu einokunarreksturs Hitaveitu Suðurnesja, þjóðnýtingu ríkishlutafélagsins Íslandspósts á prentsmiðju í samkeppnisrekstri og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins sem Samkeppniseftirlitið taldi í áliti til Alþingis að stangaðist á við samkeppnisreglur. Hitt er svo annað mál að sameining Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er örugglega skynsamleg. Þar kemur tvennt til: Öflugt fyrirtæki á þessu sviði með áhættufjárfestingu í útlöndum að markmiði verður að veruleika. Skattborgarar í Reykjavík fá svo að auki býsna gott verð fyrir sinn snúð. Vandinn í þessu samhengi er því ekki sjálfur sameiningargerningurinn. Vandinn er fremur fólginn í því að ólík lögmál gilda um ákvarðanatöku í einkarekstri og opinberum rekstri. Í einkarekstri eru ákvarðanir teknar hratt bak við luktar dyr. Í opinberum rekstri krefst lýðræðið lengri tíma og opinnar umræðu. Þessum tveimur andstæðu sjónarmiðum laust eðlilega saman í þessu tiltekna máli. Blanda opinbers rekstrar og einkarekstrar kallar á slíka árekstra. Í nútímarekstri hlutafélaga eru hlutabréfakaupsamningar lykilstarfsmanna algengir og eðlilegir. Í opinberum rekstri eru jafnréttissjónarmið ríkari. Borgarstjórinn brást því rétt og skjótt við gagnrýni á þennan hluta málsins þegar hann óskaði eftir á eftir því að jafnréttissjónarmiðið yrði látið gilda. Klípan varðandi þetta er hins vegar sú að Orkuveitan var þegar árið 2001 sett undir leikreglur einkamarkaðarins. Alþingi samþykkti þá með samstöðu allra flokka á Alþingi, að beiðni þáverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að taka Orkuveituna undan almennum reglum stjórnsýsluréttarins. Það átti bæði við um málsmeðferðarreglur og launa- og starfskjör. Þegar litið er til baka virðast allir flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa tekið ákvarðanir um að nota hluta peninga skattborgaranna í Orkuveitunni í áhætturekstur enda mæla lögin frá 2001 beinlínis svo fyrir. Gild sjónarmið eru hins vegar fyrir því að þetta eigi ekki að vera markmið með opinberum rekstri. Sameining þessara tveggja útrásarfyrirtækja á orkusviðinu er í sjálfu sér ekki stílbrot í þessu tilliti. Segja má að stílbrotið hafi í raun verið ákveðið með lögunum frá 2001 og svo með því að beita þeirri heimild þegar dótturfyrirtækið var stofnað, án þess að lítið sé gert úr þekkingarnýtingunni sem í þeirri ákvörðun fólst. Sú ályktun sem af þessu máli má draga er einföld: Brýnt er að hraða setningu laga þar sem tekið er á skipulagsvanda orkubúskaparins. Með aðgreiningu samkeppnisrekstrar og einokunarþjónustu og aðgreiningu auðlindaréttinda frá framleiðslu má ná fram stöðu sem ætti að þjóna almannahagsmunum og opna um leið tækifæri á þessu sviði til samkeppni og útrásar á grundvelli nútíma leikreglna um atvinnustarfsemi. Gildandi löggjöf á þessu sviði gerir ráð fyrir að unnt sé að blanda saman rekstrarformum og rekstrarviðfangsefnum sem eru jafn eðlisólík sem olía og vatn. Því þarf að breyta.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun