Gio er leynivopn Franks Rijkaard 3. september 2007 08:30 Giovanni dos Santos stóð sig frábærlega með Barcelona á undirbúningstímabilinu. AFP Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu. Spænski boltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu.
Spænski boltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira