A-deildin úr sögunni hjá stelpunum 2. september 2007 09:30 Helena Sverrisdóttir skoraði tólf stig fyrir íslenska liðið. Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój Dominos-deild kvenna Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój
Dominos-deild kvenna Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum