Fasteignatoppinum náð 22. ágúst 2007 00:01 Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð. Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð.
Héðan og þaðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira