Þetta var ekkert stelpumark 10. júlí 2007 09:00 Dóra Stefánsdóttir leikmaður Malmö Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik. „Þetta var sannkallað draumamark, líklega það besta sem ég hef skorað á mínum ferli," sagði Dóra við Fréttablaðið í gær. Markið skoraði hún af rúmlega 20 metra færi en eftir þunga sókn Malmö barst boltinn út fyrir teig þar sem landsliðskonan kom aðvífandi og lét vaða á markið. „Ég hef sjaldan hitt boltann eins vel. Þetta var þrumuskot með ristinni og boltinn endaði í samskeytunum. Þetta var ekkert stelpumark," sagði Dóra hlæjandi en viðurkenndi þó að um algjöra heppni hefði verið að ræða. „Ég mun líklega ekki skora annað svona mark í bráð." Með sigrinum náði Malmö að færast nær toppliði Umea og er nú með 32 stig í þriðja sæti. Djurgarden er stigi ofar í öðru sæti en Umea er á toppnum með 36 stig. „Það munar ekki svo miklu og við erum ennþá í bullandi séns. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila þegar spennan er til staðar," segir Dóra en Malmö hefur komið nokkuð á óvart það sem af er leiktíð eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir tímabilið. Dóra og félagi hennar úr íslenska landsliðinu, Ásthildur Helgadóttir, hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins í ár en þurfa að berjast við nánast eintómar landsliðskonur um sæti í liðinu. „Það er mikil samkeppni en það gerir liðið bara betra." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir skoraði eitt af mörkum ársins í sænska kvennaboltanum þegar hún innsiglaði 4-0 sigur Ldb Malmö á Hammarby í fyrradag. Á heimasíðu Malmö segir að annað eins mark hafi ekki sést á IP-leikvanginum frá því 1994, þegar gamla kempan Malin Lundgren skoraði fyrir karlalið félagsins í ónefndum leik. „Þetta var sannkallað draumamark, líklega það besta sem ég hef skorað á mínum ferli," sagði Dóra við Fréttablaðið í gær. Markið skoraði hún af rúmlega 20 metra færi en eftir þunga sókn Malmö barst boltinn út fyrir teig þar sem landsliðskonan kom aðvífandi og lét vaða á markið. „Ég hef sjaldan hitt boltann eins vel. Þetta var þrumuskot með ristinni og boltinn endaði í samskeytunum. Þetta var ekkert stelpumark," sagði Dóra hlæjandi en viðurkenndi þó að um algjöra heppni hefði verið að ræða. „Ég mun líklega ekki skora annað svona mark í bráð." Með sigrinum náði Malmö að færast nær toppliði Umea og er nú með 32 stig í þriðja sæti. Djurgarden er stigi ofar í öðru sæti en Umea er á toppnum með 36 stig. „Það munar ekki svo miklu og við erum ennþá í bullandi séns. Það er líka alltaf skemmtilegra að spila þegar spennan er til staðar," segir Dóra en Malmö hefur komið nokkuð á óvart það sem af er leiktíð eftir að hafa verið spáð 5. sæti fyrir tímabilið. Dóra og félagi hennar úr íslenska landsliðinu, Ásthildur Helgadóttir, hafa átt stóran þátt í velgengni liðsins í ár en þurfa að berjast við nánast eintómar landsliðskonur um sæti í liðinu. „Það er mikil samkeppni en það gerir liðið bara betra."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira