Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut 27. júní 2007 06:30 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir. Viðskipti Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir.
Viðskipti Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira