Ég brosi allan hringinn í dag 23. júní 2007 10:30 Dóra María Lárusdóttir fagnar marki sínu gegn Serbum í fyrrakvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði einnig í leiknum en hún er til hægri á myndinni. Anton „Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu." Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
„Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu."
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira