Íslendingar frekar áhættusæknir 20. júní 2007 06:30 Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur