Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum 17. júní 2007 11:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira