Flottar heimildarmyndir fyrir vestan 25. apríl 2007 09:00 Hálfdán Pedersen skipuleggur flotta heimildarmyndahátíð á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. MYND/Anton „Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira