Dreymir um stóra vinninginn 14. apríl 2007 11:00 Splunkunýtt verk um hið sanna sport er frumsýnt í Hjáleigunni í kvöld. Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn. Í hlutverki örlagavaldsins, bingóstjórans, er Frosti Friðriksson, sem þekktari er fyrir störf sín sem leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Sjálfur segist Frosti ekki hafa lagt mikla stund á bingóspil en hann fór þó í pílagrímsför í Vinabæ í kynningarskyni. „Þetta er dramatískt verk en líka spaugilegt. Lífið er óttalegt bingó, það snýst allt um tölur og þetta happdrætti lífsins. Það er mikil hending hvað maður ber úr býtum og auðvelt að gleyma sér í hita leiksins,“ segir Frosti. Leikarinn blundaði ávallt í þessum bingóstjóra en Frosti hóf sinn feril hjá Leikfélagi Kópavogs. Síðan sneri hann sér að öðrum hluta leikhússins og hóf að hanna leikmyndir fyrir ýmis verkefni. Erfiðast segir hann að læra textann. „Það er minn Akkilesarhæll. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem getur bara gengið inn á svið og munað heilu rullurnar,“ segir hann kíminn. Það verður síðan bara að koma í ljós hvort hann man sitt í kvöld. „Maður spinnur þá bara eitthvað,“ segir hann í gríni, hinir spilararnir verða jú að dansa eftir fyrirmælum bingóstjórans. Frumsýnt verður kl. 20 í kvöld en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira