Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi 4. apríl 2007 00:01 Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Marorku. Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum sprotafyrirtækja í upplýsingatækni að skoða vísindagarða í Bretlandi um miðjan mánuðinn. Fulltrúi frá Marorku fór í ferðina árið 2005 og reyndist hún árangursrík, að sögn viðskiptafulltrúa sendiráðsins. MYND/GVA Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi. Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi.
Héðan og þaðan Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent