Heiðarleiki og drengskapur að leiðarljósi 22. mars 2007 05:00 Atli Freyr Fjölnisson vígðist inn í ásatrú um síðustu helgi. „Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“ Fermingar Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira
„Ég gerði þetta ekki vegna gjafanna, heldur til að staðfesta trú mína,“ segir Atli Freyr Fjölnisson, 18 ára, sem lét siðfesta sig í ásatrú um síðustu helgi. „Athöfnin er lík fermingu, nema framkvæmd samkvæmt venjum ásatrúarmanna og vígðir helst ekki yngri en sextán ára.“ Að sögn Atla byrjaði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á að helga svæðið þar sem vígslan fór fram, vegna þess að ásatrúarmenn eiga ekki enn sem komið er samkomuhús hérlendis. „Síðan fór hann með helgiorð og rétti mér baug, járnhring, sem var notaður til að helga svæðið. Ég fór þá með vísu úr Hávamálum og var þar með orðinn siðfastur í ásatrúnni. Athöfnin sjálf tók ekki nema korter.“ Atli var vígður einn en segir einnig tíðkast að nokkur börn séu vígð saman. „Krakkarnir eru þó yfirleitt færri en í fermingum. Þeir geta þess vegna haft meiri áhrif á athafnirnar, sem verða því oft persónulegri en fermingar. Í báðum tilvikum er þó um manndómsvígslu að ræða og í ásatrúnni eru þau heit strengd að hafa heiðarleika og drengskap að leiðarljósi. Ég hef reynt að fara eftir því síðan ég kynntist ásatrúnni tólf, þrettán ára gamall í gegnum pabba minn og mun gera það áfram ásamt því að blóta nokkrum sinnum á ári.“ Atli segist aldrei hafa óttast að verða fyrir stríðni af hálfu jafnaldra sinna vegna þeirrar ákvörðunar að vígjast inn í ásatrú. „Alls ekki. Hver verður að fylgja sinni trú. Ég á hvort sem er bæði vini og vandamenn sem eru fermdir eða ásatrúar.“ Í því samhengi má geta þess að móðir Atla er kristin, föðuramman búddisti og faðirinn ásatrúar eins og fyrr sagði. Óhætt er því segja að fjölbreyttur hópur hafi verið samankominn til að fagna með Atla á vígsludeginum. „Þarna mætti fólk með alls kyns trúarskoðanir, alveg eins og í fermingum,“ útskýrir Atli. „Í hvorugu tilviki er fólkið samankomið vegna trúarinnar heldur til að samgleðjast þeim sem því þykir vænt um. Um það snýst málið.“
Fermingar Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision Sjá meira