Athyglin var næstum yfirþyrmandi 22. mars 2007 03:00 "Mamma valdi á mig bláan skósíðan kjól sem ég var aldrei fullkomlega sátt við.“ Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni." Fermingar Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Jóhönnu Jónas leikkonu fannst allur fermingarundirbúningurinn spennandi. „Mér er minnisstæðust sú athygli sem ég fékk þennan dag," segir Jóhanna Jónas leikkona. „Að fá heila veislu sem snerist bara um mig var bæði gaman en á mörkum þess að vera yfirþyrmandi," segir Jóhanna sem var mjög spennt fyrir ferminguna sína. „Bara það eitt að komast í gegnum athöfnina án þess að detta eða gera eitthvað af sér var mikið mál," segir Jóhanna hlæjandi og minnist þess hve henni fannst fermingarundirbúningurinn skemmtilegur. „Við lærðum heilmikið um trúna, en ég var mjög trúuð sem krakki, og fannst þetta allt ótrúlega spennandi," segir Jóhanna en fermingarbörn þurftu á þessum tíma að koma fram í kirkjunni og lesa upp texta í messu. „Mér fannst það æðislegt og lagði mikinn metnað í að lesa hátt og vel svo það myndi heyrast um alla kirkju. Það hefur greinilega tekist því presturinn hrósaði mér fyrir vasklega framgöngu," segir Jóhanna hlæjandi og útilokar ekki að þetta hafi verið eitt af því sem ýtti undir leiklistarbakteríuna. Jóhanna Jónas.Á fermingardaginn klæddist Jóhanna ljósbláum, skósíðum kjól við háa skó með plastbotni. „Mamma valdi á mig þennan kjól sem ég var nú aldrei sérstaklega ánægð með, en ég vissi nú svo sem ekki heldur hvað ég vildi frekar," segir Jóhanna og vill ekki meina að hún hafi verið sérstaklega í stíl við tísku þessa tímabils. „Nei ég hef líklega verið svolítið út úr og ekki alveg nógu ákveðin hvað ég vildi sjálf. Svo var ég með minnimáttarkennd út af öllu útlitinu eins og kannski sést á myndunum," segir Jóhanna og hlær. Gjafirnar vöktu skiljanlega kátínu Jóhönnu eins og annarra fermingarbarna. „Minnisstæðast þótti mér að fá ensk-íslenska orðabók frá ömmu minni sem mér þótti ofboðslega vænt um en hún hafði skrifað til mín orðsendingu fremst. Á þessum tíma eru orðabækur kannski ekki það mest spennandi en þessi bók hefur nýst mér lang best og lengst af mínum fermingargjöfum og situr best í minningunni."
Fermingar Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira