Glíma Sæmundar og kölska 14. mars 2007 06:00 Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld. Sæmundur fór til náms í Svartaskóla þar sem kölski sjálfur réð ríkjum. Með klókindum tókst hinum fróða að sleppa úr klóm lærimeistarans og hrökk þá upp úr honum máltækið „þar skall hurð nærri hælum" þegar rammgerð skólahurðin skelltist á eftir honum og skrattinn varð eftir inni. Eftir þá uppákomu var Kölski sífellt á hæla Sæmundi og eru til af því ótal sögur hvernig galdramaðurinn sneri á hinn síðarnefnda enda reyndi þar mjög á klókindi og dirfsku hans. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz en hann leikur einnig í sýningunni ásamt Öldu Arnardóttur og Bjarna Ingvarssyni. Pétur hefur samið fjölda leikverka fyrir Möguleikhúsið, þar á meðal jólaleikritið sívinsæla Smiður jólasveinanna og leikrit um umferðarálfinn Mókoll. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson og leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri, en auk þess að vera sýnd í Möguleikhúsinu er sýningin ferðasýning sem sýnd verður í skólum. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en sýnt er í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Flestir kannast við sögurnar af Sæmundi fróða og glímu hans við sjálfan fjandann. Nú lifna þjóðsögurnar við í Möguleikhúsinu sem frumsýnir nýtt leikrit um kappann í kvöld. Sæmundur fór til náms í Svartaskóla þar sem kölski sjálfur réð ríkjum. Með klókindum tókst hinum fróða að sleppa úr klóm lærimeistarans og hrökk þá upp úr honum máltækið „þar skall hurð nærri hælum" þegar rammgerð skólahurðin skelltist á eftir honum og skrattinn varð eftir inni. Eftir þá uppákomu var Kölski sífellt á hæla Sæmundi og eru til af því ótal sögur hvernig galdramaðurinn sneri á hinn síðarnefnda enda reyndi þar mjög á klókindi og dirfsku hans. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz en hann leikur einnig í sýningunni ásamt Öldu Arnardóttur og Bjarna Ingvarssyni. Pétur hefur samið fjölda leikverka fyrir Möguleikhúsið, þar á meðal jólaleikritið sívinsæla Smiður jólasveinanna og leikrit um umferðarálfinn Mókoll. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson og leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur. Sýningin er ætluð áhorfendum frá átta ára aldri, en auk þess að vera sýnd í Möguleikhúsinu er sýningin ferðasýning sem sýnd verður í skólum. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en sýnt er í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira