Þrjár sýningar á einum degi 11. febrúar 2007 16:00 Orri Huginn fer með hlutverk í þremur sýningum í dag, hvorki meira né minna. MYND/Valli „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“ Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“
Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira