Logi kveikti líf í vinstri vængnum 16. janúar 2007 12:00 Logi Geirsson hefur skorað 6 mörk að meðaltali í síðustu fjórum landsleikjum Íslands. NordicPhotos/GettyImages Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Það hafa verið uppi áhyggjuraddir um framlög skyttna íslenska handboltalandsliðsins og þær minnkuðu ekki eftir fyrri leikinn við Tékka um helgina þar sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af 15 langskotum sínum. Íslenska liðið fékk 8 mörk úr langskotum í seinni leiknum og þar munaði mestu um innkomu Hafnfirðingsins Loga Geirssonar í liðið eftir hálfleik. Logi skoraði fjögur mörk með langskotum í seinni hálfleik sunnudagsleiksins og það er ekki frá því að hann hafi um leið létt á áhyggjum landans. „Ég var bara að svara smá gagnrýni. Maður spilar einn leik þar sem verið að æfa kerfin og maður einbeitir sér að gefa stoðsendingar og þá er bara strax farið að væla yfir því að menn geti ekki skorað fyrir utan. Það er ekkert að skyttunni," segir Logi sem er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég skýt bara þegar ég fæ boltann," bætir hann við í léttum tón. Logi klikkaði á öllum þremur langskotum sínum í fyrri leiknum en gaf þá 4 stoðsendingar og skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, hin úr gegnumbroti og hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu of margir í liðinu slæman leik og það var svona svipað í gangi og kom upp í Noregsleiknum þar sem við vorum ekki að berjast. Það sem hjálpar okkur hvað mest er baráttan innan liðsins. Það lenda öll lið í því að vera undir og ég get lofað þjóðinni því að við erum ekkert að fara að gefast upp þótt að við lendum undir í HM," segir Logi sannfærandi. Í seinni leiknum kom Logi ekkert inná fyrr en eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6 langskotum sínum. „Sá leikur var betri og það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum ennþá bara í undirbúningnum og mótið byrjar ekki fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara spenntir eftir fyrsta leik og þá verðum við búnir með það sem við þurfum að gera og verðum tilbúnir í mótið," segir Logi. Logi hefur skorað 26 mörk í fyrstu fimm leikjum ársins og hefur unnið sér inn stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. „Það vilja allir spila. Við erum með rosalega marga leikmenn sem eru fjölhæfir og geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég ætla bara að vera í skyttunni og festa mig í sessi og stefna að því. Það er hinsvegar þjálfarans að ákveða það hvort að hann vilji nota mig annarsstaðar," segir Logi sem horfir fullur bjartsýni til HM. „Sjáið bara liðið okkar. Við erum með heimsklassa leikmenn í okkar liði og við getum gert ótrúlega góða hluti. Það þurfa bara nokkrir þættir að ganga upp og við þurfum að vera heppnir með að sleppa við að missa menn í meiðsli eitthvað sem á við um öll önnur lið. Þetta verður fróðlegt og við spyrjum bara að leikslokum," sagði Logi að lokum. ooj@frettabladid.is Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Skyttur íslenska liðsins skoruðu tólf færri langskotsmörk en Tékkar í leikjum helgarinnar. Logi Geirsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik seinni leiksins og hefur engar áhyggjur af skyttum íslenska liðsins. Það hafa verið uppi áhyggjuraddir um framlög skyttna íslenska handboltalandsliðsins og þær minnkuðu ekki eftir fyrri leikinn við Tékka um helgina þar sem íslenska liðið nýtti aðeins 2 af 15 langskotum sínum. Íslenska liðið fékk 8 mörk úr langskotum í seinni leiknum og þar munaði mestu um innkomu Hafnfirðingsins Loga Geirssonar í liðið eftir hálfleik. Logi skoraði fjögur mörk með langskotum í seinni hálfleik sunnudagsleiksins og það er ekki frá því að hann hafi um leið létt á áhyggjum landans. „Ég var bara að svara smá gagnrýni. Maður spilar einn leik þar sem verið að æfa kerfin og maður einbeitir sér að gefa stoðsendingar og þá er bara strax farið að væla yfir því að menn geti ekki skorað fyrir utan. Það er ekkert að skyttunni," segir Logi sem er alltaf tilbúinn að skjóta. „Ég skýt bara þegar ég fæ boltann," bætir hann við í léttum tón. Logi klikkaði á öllum þremur langskotum sínum í fyrri leiknum en gaf þá 4 stoðsendingar og skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítum, hin úr gegnumbroti og hraðaupphlaupi. „Á laugardag áttu of margir í liðinu slæman leik og það var svona svipað í gangi og kom upp í Noregsleiknum þar sem við vorum ekki að berjast. Það sem hjálpar okkur hvað mest er baráttan innan liðsins. Það lenda öll lið í því að vera undir og ég get lofað þjóðinni því að við erum ekkert að fara að gefast upp þótt að við lendum undir í HM," segir Logi sannfærandi. Í seinni leiknum kom Logi ekkert inná fyrr en eftir hlé og skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum þar af nýtti hann 4 af 6 langskotum sínum. „Sá leikur var betri og það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum ennþá bara í undirbúningnum og mótið byrjar ekki fyrr en tuttugasta. Við bíðum bara spenntir eftir fyrsta leik og þá verðum við búnir með það sem við þurfum að gera og verðum tilbúnir í mótið," segir Logi. Logi hefur skorað 26 mörk í fyrstu fimm leikjum ársins og hefur unnið sér inn stórt hlutverk í íslenska landsliðinu. „Það vilja allir spila. Við erum með rosalega marga leikmenn sem eru fjölhæfir og geta spilað fleiri en eina stöðu. Ég ætla bara að vera í skyttunni og festa mig í sessi og stefna að því. Það er hinsvegar þjálfarans að ákveða það hvort að hann vilji nota mig annarsstaðar," segir Logi sem horfir fullur bjartsýni til HM. „Sjáið bara liðið okkar. Við erum með heimsklassa leikmenn í okkar liði og við getum gert ótrúlega góða hluti. Það þurfa bara nokkrir þættir að ganga upp og við þurfum að vera heppnir með að sleppa við að missa menn í meiðsli eitthvað sem á við um öll önnur lið. Þetta verður fróðlegt og við spyrjum bara að leikslokum," sagði Logi að lokum. ooj@frettabladid.is
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira