Böðullinn er hættur við að hætta 28. nóvember 2006 20:30 Böðullinn ætlar að bæta einni rós í hnappagatið áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna NordicPhotos/GettyImages "Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira