Indiana - Cleveland í beinni í nótt 24. nóvember 2006 19:14 LeBron James er ávísun á fullkomna skemmtun fyrir körfuboltaáhugamenn og hann verður væntanlega í aðalhlutverki gegn Indiana í nótt NordicPhotos/GettyImages Það verður mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt þar sem ekkert var leikið í gærkvöld vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Nokkrir mjög athyglisverðir leikir verða í nótt og NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu sýnir leik Indiana og Cleveland beint klukkan eitt eftir miðnættið. Cleveland er með efstu liðunum í Austurdeildinni en á meðan liðinu hefur gengið mjög vel í leikjum gegn sterkari liðum deildarinnar, hefur það tapað fyrir liðum eins og Toronto og Charlotte. Cleveland er eitt af aðeins þremur liðum í Austurdeildinni sem eru með vinningshlutfall yfir 50%. Bæði Cleveland og Indiana töpuðu síðustu leikjum sínum. Cleveland fyrir Toronto og Indiana lá fyrir Orlando. Cleveland hefur unnið þrjár síðustu viðureignir sínar gegn Indiana, en hefur aðeins einu sinni náð að sigra í síðustu sex heimsóknum sínum til Indianapolis. LeBron James er að vanda stigahæsti leikmaður Cleveland með 27,6 stig að meðaltali í leik og hirðir auk þess 7 fráköst og gefur 6,6 stoðsendingar í leik. Hjá Indiana er Jermaine O´Neal atkvæðamestur til þessa í vetur með 17,5 stig að meðaltali og hirðir hann auk þess 9,5 fráköst. Tveir sannkallaðir stórleikir verða auk þessa á dagskrá í Vesturdeildinni þar sem Texasrisarnir San Antonio og Dallas mætast í San Antonio, en síðarnefnda liðið vann fyrstu viðureign liðanna í Dallas í fyrsta leik liðanna í vetur. Þá verður einnig mjög forvitnilegt að fylgjast með leik Spútnikliðs Utah Jazz og LA Lakers í Salt Lake City, en bæði þessi lið hafa komið gríðarlega á óvart í byrjun leiktíðar. Utah hefur unnið 11 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu og Lakers unnið 8 og tapað 3 - en þess ber að geta að Lakers hefur aðeins spilað 3 útileiki til þessa í deildinni og einn þeirra var grannaslagur liðsins við LA Clippers sem haldinn er á sameignilegum heimavelli liðanna í Los Angeles. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt þar sem ekkert var leikið í gærkvöld vegna þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Nokkrir mjög athyglisverðir leikir verða í nótt og NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu sýnir leik Indiana og Cleveland beint klukkan eitt eftir miðnættið. Cleveland er með efstu liðunum í Austurdeildinni en á meðan liðinu hefur gengið mjög vel í leikjum gegn sterkari liðum deildarinnar, hefur það tapað fyrir liðum eins og Toronto og Charlotte. Cleveland er eitt af aðeins þremur liðum í Austurdeildinni sem eru með vinningshlutfall yfir 50%. Bæði Cleveland og Indiana töpuðu síðustu leikjum sínum. Cleveland fyrir Toronto og Indiana lá fyrir Orlando. Cleveland hefur unnið þrjár síðustu viðureignir sínar gegn Indiana, en hefur aðeins einu sinni náð að sigra í síðustu sex heimsóknum sínum til Indianapolis. LeBron James er að vanda stigahæsti leikmaður Cleveland með 27,6 stig að meðaltali í leik og hirðir auk þess 7 fráköst og gefur 6,6 stoðsendingar í leik. Hjá Indiana er Jermaine O´Neal atkvæðamestur til þessa í vetur með 17,5 stig að meðaltali og hirðir hann auk þess 9,5 fráköst. Tveir sannkallaðir stórleikir verða auk þessa á dagskrá í Vesturdeildinni þar sem Texasrisarnir San Antonio og Dallas mætast í San Antonio, en síðarnefnda liðið vann fyrstu viðureign liðanna í Dallas í fyrsta leik liðanna í vetur. Þá verður einnig mjög forvitnilegt að fylgjast með leik Spútnikliðs Utah Jazz og LA Lakers í Salt Lake City, en bæði þessi lið hafa komið gríðarlega á óvart í byrjun leiktíðar. Utah hefur unnið 11 af fyrstu 12 leikjum sínum á tímabilinu og Lakers unnið 8 og tapað 3 - en þess ber að geta að Lakers hefur aðeins spilað 3 útileiki til þessa í deildinni og einn þeirra var grannaslagur liðsins við LA Clippers sem haldinn er á sameignilegum heimavelli liðanna í Los Angeles.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira