Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos 24. nóvember 2006 19:02 Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis. Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis.
Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira