Mannskæðasta árásin hingað til 23. nóvember 2006 18:45 Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið. Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn. Hryðjuverkin sem framin voru í Bagdad í dag sýna að varla er hægt að kalla vargöldina í landinu neitt annað en borgarastyrjöld. Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig í kjölfarið og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það. Vel á annað hundrað manns liggur í valnum og búist er við að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem margir eru alvarlega særðir. Í Sadr-hverfinu búa fátækir sjíar og því er líklegast að öfgamenn úr röðum súnnía hafi staðið á bak við tilræðið. Þeir eru einnig taldir bera ábyrgð á umsátri um heilbrigðisráðuneyti landsins fyrr í dag en því er stýrt af fylgismönnum sjíaklerksins herskáa Muqtada al-Sadr. Sprengjum af ýmsum stærðum og gerðum var skotið þangað inn en enginn beið þó bana. Bandarískar hersveitir ráku umsátursmennina síðan á brott. Árásin í dag er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í Írak frá innrás Bandaríkjamanna fyrir þremur og hálfu ári og eins og sjá má á umsátrinu um ráðuneytið virðist algert stjórnleysi ríkja þar. Aldrei hafa jafn margir látið lífið í einum mánuði í landinu og í október síðastliðnum og milljónir Íraka hafa flúið heimili sín vegna vargaldarinnar. Þótt erlenda setuliðið sé ennþá skotmark uppreisnarmanna þá er þróunin engu að síður sú að Írakar beina spjótum sínum í æ ríkari mæli hverjir að öðrum án þess að nokkur fái neitt við ráðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira