CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda 13. nóvember 2006 03:56 Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum. Game Tækni Viðskipti Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir meðal annars að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds. EVE Online er stærsti fjölleikenda-tölvuleikur á netinu og White Wolf er annar stærsti útgefandi hlutverkaleikja, bóka og spila í heimi, þar á meðal World of Darkness og Exalted. Sameinað fyrirtæki ætlar að markaðssetja nýja leiki með vísindaskáldsagna, hryllings, og ævintýraefni, bæði á netinu og í öðru formi. Meðal efnis sem gefið verður út á næsta ári eru skáldsögur byggðar á EVE Online og þróun er þegar hafin á netútgáfunni af þekktasta leik White Wolf, World of Darkness. Hilmar Pétursson forstjóri, segir að innan White Wolf sé að finna fremsta hæfileikafólk heims á sviði hlutverkaleikja og með því að sameina kraftana verði til fyrirtæki sem eigi sér engan líka hvað snertir gæði, nýsköpun og umfang. Sameiningin geri fyrirtækjunum kleift að leiða þróun sýndarheima, sem sé ný tegund skemmtunar sem sé að verða til og sem er aðgreind frá hefðbundnum tölvuleikjum. CCP, sem var var stofnað 1997 er með höfuðstöðvar í Reykjavík og skrifstofu í Shanghai. White Wolf var stofnað 1991 og hefur m.a. selt yfir 5,5 milljón eintaka af hluverkaleikjabókum.
Game Tækni Viðskipti Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið