Bin Laden sagður hafa látist úr taugaveiki 23. september 2006 12:06 Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann. Franska dagblaðið L´Est Republicain greinir frá því í dag að bin Laden hafi sýkst af taugaveiki og látist síðla í ágúst. Vitnað er til skýrslu frönsku leyniþjónustunnar sem var lekið í blaðamann. Þar segir að yfirvöld í Sádí Arabíu, heimalandi bin Ladens, séu sannfærð um að þetta hafi gerst og hann sé allur. Talsmaður franskra yfirvalda segist ekki geta staðfest þetta og bætti því við að rannskað yrði hver hefði lekið upplýsingum frá leyniþjónustunni. Háttsettir sendifulltrúar Pakistana draga frétt blaðsins í efa og segja yfirvöld í Íslamabad að engar upplýsingar um dauða bin Ladens hafi borist þeim og leyniþjónustur annarra ríkja ekki látið slíkt uppi eins og væri venjan í málum sem þessum. Bin Laden mun hafa flúið til Pakistan frá Afganistan þegar alþjóðlegt herlið, undir stjórn Bandaríkjamanna, hrakti Talíbana frá völdum þar árið 2001. Hann var eltur þangað en hefur tekist að fara huldu höfði. Engar traustar vísbendingar munu hafa borist um hugsanlega dvalarstaði bin Ladens í tvö ár en hann er talinn hafa haldið til í fjallarhéruðum við landamæri Afganistans og Pakistans. Síðasta myndbandsupptaka af bin Laden var birt síðla árs 2004. Fjölmargar hljóðupptökur hafa þó verið sendar út fyrr á þessu ári en gæði þeirra þótt það slæm að ekki hefur verið hægt að staðfesta svo óyggjandi sé að um rödd bin Ladens hafi verið að ræða og hversu nýlegar upptökurnar séu. Háttsettur talsmaður Talíbana slær einnig á fréttir franska blaðsins í morgun, segir ekkert benda til þess að bin Laden sé látinn og uppljóstranir þess efnis séu áróður gegn heilögum stríðsmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann. Franska dagblaðið L´Est Republicain greinir frá því í dag að bin Laden hafi sýkst af taugaveiki og látist síðla í ágúst. Vitnað er til skýrslu frönsku leyniþjónustunnar sem var lekið í blaðamann. Þar segir að yfirvöld í Sádí Arabíu, heimalandi bin Ladens, séu sannfærð um að þetta hafi gerst og hann sé allur. Talsmaður franskra yfirvalda segist ekki geta staðfest þetta og bætti því við að rannskað yrði hver hefði lekið upplýsingum frá leyniþjónustunni. Háttsettir sendifulltrúar Pakistana draga frétt blaðsins í efa og segja yfirvöld í Íslamabad að engar upplýsingar um dauða bin Ladens hafi borist þeim og leyniþjónustur annarra ríkja ekki látið slíkt uppi eins og væri venjan í málum sem þessum. Bin Laden mun hafa flúið til Pakistan frá Afganistan þegar alþjóðlegt herlið, undir stjórn Bandaríkjamanna, hrakti Talíbana frá völdum þar árið 2001. Hann var eltur þangað en hefur tekist að fara huldu höfði. Engar traustar vísbendingar munu hafa borist um hugsanlega dvalarstaði bin Ladens í tvö ár en hann er talinn hafa haldið til í fjallarhéruðum við landamæri Afganistans og Pakistans. Síðasta myndbandsupptaka af bin Laden var birt síðla árs 2004. Fjölmargar hljóðupptökur hafa þó verið sendar út fyrr á þessu ári en gæði þeirra þótt það slæm að ekki hefur verið hægt að staðfesta svo óyggjandi sé að um rödd bin Ladens hafi verið að ræða og hversu nýlegar upptökurnar séu. Háttsettur talsmaður Talíbana slær einnig á fréttir franska blaðsins í morgun, segir ekkert benda til þess að bin Laden sé látinn og uppljóstranir þess efnis séu áróður gegn heilögum stríðsmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira