Kosningabaráttan í Svíþjóð harðnar stöðugt 15. september 2006 12:30 Leiðtogar flokkanna í Svíþjóð. Efst til hægri: Lars Leijonborg (Þjóðarflokknum), Fredrik Reindfeldt (Íhaldsflokknum), Maud Olofsson (Miðjuflokknum), Göran Hagglund (Kristilegum demókrötum) og Nils Lundgren (Júnílistanum). Neðri röð: Gudrun Schyman (Kvennaframboðinu) Göran Persson (Jafnaðarmannaflokknum), Lars Ohly ( Vinstri flokknum) Peter Eriksson and Maria Wetterstrand (Græningjum ). MYND/AP Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði. Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Skoðanakannanir skera ekki úr um hvort vinstri eða hægri flokkarnir i Svíþjóð fari með sigur af hólmi i þingkosningunum um helgina, en kosningabaráttan er stöðugt að harðna. Það er heitt í veðri í Svíþjóð og heitt í kolunum í pólitíkinni. Slagur flokkanna um það hver hlýtur flest þingsæti í kosningunm á sunnudag virðis hnífjafn. Skoðanakannanir sýna eins til tveggja prósentustiga sveiflur milli daga og það nægir til að meirihlutafylgi flytjist frá hægri flokkunum til þeirra vinstri eða öfugt. Hægra bandalagið nýtur meira fylgis í borgunum en vinstri flokkarnir á landsvísu. Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni hægrabandalagsins, reynir því að afla því atkvæða með vinnustaðaheimsóknum. „Ég einbeiti mér að atvinnumálum og þá verður maður að kynna sér veruleikann," segir Reinfeldt. Göran Persson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir hægri menn munu skerða kjör hinna lakast settu komist þeir til valda. Hann blæs á gagnrýni á efnahagsstjórnina og segir að sjái menn ekki þróun úti á landi á tugþúsundum vinnustaða verði ekki neinn hagvöxtur. Hægrabandalagið er samfylking fjögurra flokka en jafnaðarmenn vilja sitja í minnihlutastjórn í skjóli græningja og vinstri manna. Kröfur þeirra um ráðherrastóla svarar Göran Persson með því að segjast getað hugsað sér samstarf við einhvern hægri flokkanna, Þjóðarflokkinn til dæmis, ef þörf krefur. Mestar líkur eru sem sagt á því að mynduð verði einhvers konar samsteypustjórn eftir kosningarnar. Ný skoðanakönnun sem birt var í sænskum fjölmiðlum í morgun sýnir að aðeins muni núll komma sex prósentum á fylkingunum, jafnaðarmönnum í vil. Talið er að svo mjótt verði á mununum að endanleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en á miðvikudaginn þegar búið verður að telja utankjörfundaratkvæði.
Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira