Fimm ár frá hryðjuverkunum 11. september 2001 11. september 2006 18:59 Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Þess var minnst í fjórgang með mínútu þögn í dag þegar farþegavélarnar skullu á Tvíburaturnunum í New York fyrir 5 árum með þeim afleiðingum að þeir hrundu til grunna. Tæplega 3000 manns af hátt í 40 þjóðernum fórust í árásunum og heimurinn hefur ekki verið samur eftir það. Það var rólegt í dögun í New York í morgun, fimm eftir frá árásirnar. Þegar líða tók á morguninn og sólin reis fóru syrgjendur sem og aðrir að streyma að staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Fyrsta minningarathöfnin var haldin í gærkvöldi þegar George Bush, Bandaríkjaforseti, og kona hans Laura, settu blómsveigi á flot á tveimur tjörnum þar sem turnarnir gnæfðu áður yfir borginni. Það var svo ærandi þögn sem markaði upphaf minningarathafnarinnar klukkan tólf fjörutíu og sex í dag en það var þá fyrir fimm árum sem fyrri vélin skall á öðrum turninum. Nöfn þeirra sem týndu lífi voru lesin upp líkt og gert hefur verið þennan dag frá því ellefta september 2002. Ættingjar látinna segja missinn enn sáran þótt fimm ár séu liðin. Bandaríkjaforseti og kona hans, Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, Pataki, ríkisstjóri, og Rudolph Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri, voru öll viðstödd athöfnina. Guiliani var af mörgum New York búum talinn hetja fyrir vasklega framgöngu í skugga hörmunga. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra, leiddi athöfn til minningar um þá sem fórust þegar þriðja vélin skall á ráðuneyti hans í Washington. Þá fór minningarathöfn fram í Shanksville í Pennsylvaníu um þá sem fórust með fjórðu vélinni sem hrapaði þar eftir að farþegar höfðu reynt að yfirbuga flugræningjana. Atburðirnir fyrir fimm árum urðu kveikjan að stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum og innrásunum í Afganistan og Írak. Bandaríkjamenn hafa almennt stutt það að Talíbönum hafi verið komið frá völdum í Afganistan en margir telja nú að stríðið í Írak hafi verið afar misráðið. Þessu til viðbótar sýnir ný könnun Háskólans í Ohio að rúmur þriðjungur Bandaríkjamanna trúir á samsæriskenningar um að hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hafi verið skipulagðar af Bandaríkjamönnum en ekki hryðjuverkamönnum. Flestir þessara telja að einhverjir Bandaríkjamenn hafi fórnað lífi samlanda sinna til að fá tylliástæðu fyrir stríðinu í Írak en aðrir skella skuldinni á Bush Bandaríkjaforseta og segja hann hafa skipulagt árásina til að glæða viðskipti vopnasala. En hvað sem þeim vangaveltum líður eiga margir um sárt að binda í dag og hugur flestra í heiminum er hjá þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira