Engin tengsl við al Qaeda 8. september 2006 22:30 George Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu. Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu.
Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira