Grikkir lögðu Bandaríkjamenn 1. september 2006 11:55 Grikkir dönsuðu stríðsdans á vellinum eftir sigurinn á Bandaríkjamönnum, sem flestir gengu beint til búningsherbergja í stað þess að óska andstæðingum sínum til hamingju með sætið í úrslitunum NordicPhotos/GettyImages Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig, Dwyane Wade skoraði 19 stig og LeBron James skoraði 17. Bandaríkjamenn hittu aðeins úr 32% þriggja stiga skota sinna og 59% vítaskota sinna. Bandaríska liðið hafði 12 stiga forstu í öðrum leikhluta, en þá tóku Evrópumeistararnir góða rispu og komust 14 stigum yfir í þriðja leikhluta. Bandaríkjamenn náðu mest að minnka muninn í 95-91 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem liðið nær ekki að vinna síðan það vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum um aldamótin - og enn ein vonbrigðin fyrir bandaríska liðið. Vassilis Sanoulis, sem er á leið til liðs við Houston Rockets í NBA, skoraði 22 stig fyrir Grikki, Mihalis Kakiouzis skoraði 15 stig og Sofoklis Schortsiantis, sem kallaður er "Litli-Shaq", skoraði 14 stig. "Góðir leikmenn vinna stóru leikina. Við spiluðum mjög vel í dag," sagði bakvörðurinn Thaodoros Papaloukas í liði Grikkja, sem var valinn verðmætasti leikmaður Evrópumótsins og var með 12 stoðsendingar í leiknum í dag.. "Strákarnir eru í rusli yfir þessu tapi og sem betur fer fá þeir strax leik á morgun til að rétta úr kútnum, í stað þess að þurfa að bíða fram á sunnudag," sagði Jerry Colangelo, framkvæmdastjóri bandaríska liðsins. "Við komum hingað til að ná í gullið, en nú verðum við bara að þjappa okkur saman og gera okkur klára fyrir næsta verkefni." "Körfubolti snýst um annað og meira en að rekja boltann og skjóta," sagði Panagiotis Yannakis, þjálfari Grikkja, sem fékk sérstakt hamingjuóskasímtal frá forsætisráðherranum Costas Karamanlis eftir leikinn. En þjálfarinn var þar augljóslega að senda Bandaríkjamönnunum litla pillu með orðum sínum. Grikkir mæta því annað hvort Argentínu eða Spáni í úrslitaleik mótsins á sunnudag, en Bandaríkjamenn mæta tapliðinu úr þeim leik í viðureigninni um bronsið á morgun. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig, Dwyane Wade skoraði 19 stig og LeBron James skoraði 17. Bandaríkjamenn hittu aðeins úr 32% þriggja stiga skota sinna og 59% vítaskota sinna. Bandaríska liðið hafði 12 stiga forstu í öðrum leikhluta, en þá tóku Evrópumeistararnir góða rispu og komust 14 stigum yfir í þriðja leikhluta. Bandaríkjamenn náðu mest að minnka muninn í 95-91 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem liðið nær ekki að vinna síðan það vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum um aldamótin - og enn ein vonbrigðin fyrir bandaríska liðið. Vassilis Sanoulis, sem er á leið til liðs við Houston Rockets í NBA, skoraði 22 stig fyrir Grikki, Mihalis Kakiouzis skoraði 15 stig og Sofoklis Schortsiantis, sem kallaður er "Litli-Shaq", skoraði 14 stig. "Góðir leikmenn vinna stóru leikina. Við spiluðum mjög vel í dag," sagði bakvörðurinn Thaodoros Papaloukas í liði Grikkja, sem var valinn verðmætasti leikmaður Evrópumótsins og var með 12 stoðsendingar í leiknum í dag.. "Strákarnir eru í rusli yfir þessu tapi og sem betur fer fá þeir strax leik á morgun til að rétta úr kútnum, í stað þess að þurfa að bíða fram á sunnudag," sagði Jerry Colangelo, framkvæmdastjóri bandaríska liðsins. "Við komum hingað til að ná í gullið, en nú verðum við bara að þjappa okkur saman og gera okkur klára fyrir næsta verkefni." "Körfubolti snýst um annað og meira en að rekja boltann og skjóta," sagði Panagiotis Yannakis, þjálfari Grikkja, sem fékk sérstakt hamingjuóskasímtal frá forsætisráðherranum Costas Karamanlis eftir leikinn. En þjálfarinn var þar augljóslega að senda Bandaríkjamönnunum litla pillu með orðum sínum. Grikkir mæta því annað hvort Argentínu eða Spáni í úrslitaleik mótsins á sunnudag, en Bandaríkjamenn mæta tapliðinu úr þeim leik í viðureigninni um bronsið á morgun.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira