Taprekstur hjá Nýsi 31. ágúst 2006 17:05 Egilshöll er í eigu dótturfélags Nýsis. Mynd/GVA Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði. Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstrartekjur hafi numið tæpum 1,2 milljörðum króna samanborið við 570 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarhagnaður Nýsis 403 milljónum króna sem er tæplega 210 milljóna króna samdráttur á milli ára. Eignir félagsins námu rúmum 34,8 milljörðum króna en þær námu rúmum tæpum 16,4 milljörðum króna á sama tíma á síðasta ári. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar nema 31 milljarði króna og eigið fé nam rúmum 3,7 milljörðum króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Dótturfélög Nýsis eru Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. og Stofn fjárfestingarfélag ehf en dótturfélög Nýsis fasteigna eru: Grípir ehf, Iði ehf, Nýtak ehf, Engidalur ehf, Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf, Laugahús ehf., Teknikum ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf. Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf. (50%), Hraðbraut ehf. (50%), Artes ehf. (81%), Sjáland ehf. (67%) og Mostur (50%). Mostur er 100% eigandi Gránufélagsins ehf. og 70% eigandi Laxnesbúsins ehf. Þá eru önnur dótturfélög m.a. Nysir UK Limited, Nysir Danmark Aps og Nysir Malta Limited. Þá er það eigandi að nokkrum hlutdeildarfélögum, meðal annars í Eignarhaldsfélaginu Portus, Situs ehf., Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf., Vivus ehf., Heilsuakademíunni ehf. og Austurgötu ehf. Þá keypti Nýsir hf. Mörkina ehf. í apríl á þessu ári. Í tilkynningunni kemur fram að mikil uppbygging stendur fyrir dyrum hjá félaginu. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel o.fl. við austurhöfnina í Reykjavík á vegum Eignarhaldsfélagsins Portus ehf. og fleira. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Fasteignafélagið Nýsir hf. skilaði 937 milljóna króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur frá því í fyrra þegar félagið skilaði 394,7 milljóna króna hagnaði. Helsta ástæða tapsins er óhagstæð gengisþróun vegna erlendra lána. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstrartekjur hafi numið tæpum 1,2 milljörðum króna samanborið við 570 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam rekstrarhagnaður Nýsis 403 milljónum króna sem er tæplega 210 milljóna króna samdráttur á milli ára. Eignir félagsins námu rúmum 34,8 milljörðum króna en þær námu rúmum tæpum 16,4 milljörðum króna á sama tíma á síðasta ári. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar nema 31 milljarði króna og eigið fé nam rúmum 3,7 milljörðum króna að meðtaldri hlutdeild minnihluta. Dótturfélög Nýsis eru Nýsir fasteignir hf, Fasteignastjórnun ehf. og Stofn fjárfestingarfélag ehf en dótturfélög Nýsis fasteigna eru: Grípir ehf, Iði ehf, Nýtak ehf, Engidalur ehf, Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf, Laugahús ehf., Teknikum ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf. Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf. (50%), Hraðbraut ehf. (50%), Artes ehf. (81%), Sjáland ehf. (67%) og Mostur (50%). Mostur er 100% eigandi Gránufélagsins ehf. og 70% eigandi Laxnesbúsins ehf. Þá eru önnur dótturfélög m.a. Nysir UK Limited, Nysir Danmark Aps og Nysir Malta Limited. Þá er það eigandi að nokkrum hlutdeildarfélögum, meðal annars í Eignarhaldsfélaginu Portus, Situs ehf., Fasteignafélaginu Lækjarhlíð ehf., Vivus ehf., Heilsuakademíunni ehf. og Austurgötu ehf. Þá keypti Nýsir hf. Mörkina ehf. í apríl á þessu ári. Í tilkynningunni kemur fram að mikil uppbygging stendur fyrir dyrum hjá félaginu. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel o.fl. við austurhöfnina í Reykjavík á vegum Eignarhaldsfélagsins Portus ehf. og fleira.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira