Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon 28. ágúst 2006 15:18 Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah MYND/AP Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela. Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela.
Erlent Fréttir Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira