Leyniskyttur fella um 20 pílagríma 20. ágúst 2006 19:30 Írösk kona syrgir son sinn sem féll fyrir hendi leyniskyttu í Bagdad í dag. Eftirlifandi synir hennar sitja hjá henni. MYND/AP Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Öryggissveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þar sem þúsundir sjía-múslima lögðu leið sína að helgidómi trúarleiðtogans Moussa Kadhim í Kazimiyah, úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks í dag. Þangað leggja þeir leið sína á ári hverju. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var leitað á öllum við innganginn. Hermenn fylgdust vandlega með hreyfingum á nálægum húsþökum. Bílaumferð var bönnuð í nágrenninu. Fyrr í dag voru minnst tuttugu pílagrímar felldir í árásum leyniskytta í þremur hverfum súnnía í Bagdad. Hátt í þrjú hundruð særðust. Lögregla segir að sérstök örugg leið hafi verið mörkuð fyrir pílagrímana að helgidómnum en þar sem svo margir lögðu leið sína þangað reyndu sumir að stytta sér leið og voru þá auðveld skotmörk þeirra öfgamanna sem höfðu komið sér fyrir á húsþökum utan öryggissvæðisins. Varnarmálaráðherra Íraks segir lögreglu hafa handtekið 30 menn sem grunaðir eru um að hafa skotið á mannfjöldann. 14 lögreglumenn særðust í átökum við þá. Óttast var, fyrir daginn í dag, að hætta væri á mannskæðum árásum en pílagrímarnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir ferð sinni áfram. Atburðir síðasta árs höfðu heldur engin áhrif en þá fórust nærri þúsund pílagrímar í troðningi sem varð þegar það kvisaðist út að sjálfsvígssprengjuárás væri yfirvofandi. Sjíar trúa því að Súnniar hafi eitrað fyrir Kadhim í fangelsi árið 799 fyrir krist. Kadhim er einn 12 helgra manna Sjía. Sjíum í Írak var bannað að safnast saman á trúarhátíðum sínum meðan Saddam Hússein var forseti og súnníar voru við völd. Síðan Saddam var komið frá völdum árið 2003 hafa stjórnmálamenn sjía og trúarleiðtogar þeirra hvatt fólk til að fagna trú sinni á götum úti. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Öryggissveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þar sem þúsundir sjía-múslima lögðu leið sína að helgidómi trúarleiðtogans Moussa Kadhim í Kazimiyah, úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks í dag. Þangað leggja þeir leið sína á ári hverju. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var leitað á öllum við innganginn. Hermenn fylgdust vandlega með hreyfingum á nálægum húsþökum. Bílaumferð var bönnuð í nágrenninu. Fyrr í dag voru minnst tuttugu pílagrímar felldir í árásum leyniskytta í þremur hverfum súnnía í Bagdad. Hátt í þrjú hundruð særðust. Lögregla segir að sérstök örugg leið hafi verið mörkuð fyrir pílagrímana að helgidómnum en þar sem svo margir lögðu leið sína þangað reyndu sumir að stytta sér leið og voru þá auðveld skotmörk þeirra öfgamanna sem höfðu komið sér fyrir á húsþökum utan öryggissvæðisins. Varnarmálaráðherra Íraks segir lögreglu hafa handtekið 30 menn sem grunaðir eru um að hafa skotið á mannfjöldann. 14 lögreglumenn særðust í átökum við þá. Óttast var, fyrir daginn í dag, að hætta væri á mannskæðum árásum en pílagrímarnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir ferð sinni áfram. Atburðir síðasta árs höfðu heldur engin áhrif en þá fórust nærri þúsund pílagrímar í troðningi sem varð þegar það kvisaðist út að sjálfsvígssprengjuárás væri yfirvofandi. Sjíar trúa því að Súnniar hafi eitrað fyrir Kadhim í fangelsi árið 799 fyrir krist. Kadhim er einn 12 helgra manna Sjía. Sjíum í Írak var bannað að safnast saman á trúarhátíðum sínum meðan Saddam Hússein var forseti og súnníar voru við völd. Síðan Saddam var komið frá völdum árið 2003 hafa stjórnmálamenn sjía og trúarleiðtogar þeirra hvatt fólk til að fagna trú sinni á götum úti.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira