Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu 18. ágúst 2006 16:28 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group. Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Í tilkynningu frá Icelandic Group til Kauphallar Íslands kemur fram að á tímabilinu janúar til júní hafi rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) numið 2.077 milljónum króna (21,4 milljónum evra). Á fyrri helmingi ársins 2005 nam sambærileg fjárhæð 783 milljónum króna (8,1 milljón evra). Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) í öðrum ársfjórðungi nam 602 milljónum króna (6,2 milljónum evra) og samanborið við rekstrartap að fjárhæð 371 milljón króna (3,8 milljónir evra) árið áður. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) 1.185 milljónum króna (12,2 milljónum evra) samanborið við 320 milljónir króna (3,3 milljónir evra) á árinu 2005. Heildareignir Icelandic Group nema 88,3 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall 21,4 prósent. Í tilkynningunni segir að á öðrum ársfjórðungi hafi kostnaðu vegna uppsagna starfsmanna í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum verið gjaldfærður fyrir 54 milljónir króna og á fyrstu sex mánuðum ársins nam fjárhæðin 177 milljónum króna. Sala samstæðunnar í júní var nokkuð undir áætlunum og má að mestu rekja ástæðu þess til mikilla hita í Evrópu og N-Ameríku. Þá hafði hátt hráefnisverð neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins. Þannig var framlegð vörusölu talsvert lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstur Coldwater UK gekk illa á fyrstu sex mánuðum ársins og nam rekstrartap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 284 milljónum króna. Í júní gekk Icelandic USA frá sölu á frystigeymslu í Boston og nam söluverð um 660 milljón króna og nam söluhagnaður um 311 milljónum króna, að því er fram kemur í hálfs árs uppgjöri Icelandic Group. Þá kemur fram að rekstur annars ársfjórðungs var undir rekstrarmarkmiðum stjórnenda félagsins. Áðurnefndir þættir ásamt innri þáttum, eins og of háum sölu- og stjórnunarkostnaði ollu því að afkoma Coldwater UK, Icelandic USA og Icelandic France var talsvert undir áætlunum í fjórðungnum. Á sama tíma gengu margar einingar samstæðunnar vel. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandic Group að afkoman á öðrum ársfjórðungi hafi verið undir markmiðum stjórnenda félagsins. Í uppgjöri félagsins segir ennfremur að verkefni stjórnenda félagsins undanfarnar vikur hafi helst miðað að því að bæta rekstur þeirra eininga sem hafa sýnt óásættanlegan rekstrarárangur undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni skila sér í bættum rekstri á síðari hluta ársins. Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir 5 milljarða króna rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) á árinu 2006. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Í tilkynningu frá Icelandic Group til Kauphallar Íslands kemur fram að á tímabilinu janúar til júní hafi rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) numið 2.077 milljónum króna (21,4 milljónum evra). Á fyrri helmingi ársins 2005 nam sambærileg fjárhæð 783 milljónum króna (8,1 milljón evra). Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) í öðrum ársfjórðungi nam 602 milljónum króna (6,2 milljónum evra) og samanborið við rekstrartap að fjárhæð 371 milljón króna (3,8 milljónir evra) árið áður. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) 1.185 milljónum króna (12,2 milljónum evra) samanborið við 320 milljónir króna (3,3 milljónir evra) á árinu 2005. Heildareignir Icelandic Group nema 88,3 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall 21,4 prósent. Í tilkynningunni segir að á öðrum ársfjórðungi hafi kostnaðu vegna uppsagna starfsmanna í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum verið gjaldfærður fyrir 54 milljónir króna og á fyrstu sex mánuðum ársins nam fjárhæðin 177 milljónum króna. Sala samstæðunnar í júní var nokkuð undir áætlunum og má að mestu rekja ástæðu þess til mikilla hita í Evrópu og N-Ameríku. Þá hafði hátt hráefnisverð neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins. Þannig var framlegð vörusölu talsvert lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstur Coldwater UK gekk illa á fyrstu sex mánuðum ársins og nam rekstrartap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 284 milljónum króna. Í júní gekk Icelandic USA frá sölu á frystigeymslu í Boston og nam söluverð um 660 milljón króna og nam söluhagnaður um 311 milljónum króna, að því er fram kemur í hálfs árs uppgjöri Icelandic Group. Þá kemur fram að rekstur annars ársfjórðungs var undir rekstrarmarkmiðum stjórnenda félagsins. Áðurnefndir þættir ásamt innri þáttum, eins og of háum sölu- og stjórnunarkostnaði ollu því að afkoma Coldwater UK, Icelandic USA og Icelandic France var talsvert undir áætlunum í fjórðungnum. Á sama tíma gengu margar einingar samstæðunnar vel. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandic Group að afkoman á öðrum ársfjórðungi hafi verið undir markmiðum stjórnenda félagsins. Í uppgjöri félagsins segir ennfremur að verkefni stjórnenda félagsins undanfarnar vikur hafi helst miðað að því að bæta rekstur þeirra eininga sem hafa sýnt óásættanlegan rekstrarárangur undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni skila sér í bættum rekstri á síðari hluta ársins. Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir 5 milljarða króna rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) á árinu 2006.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira