Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri 14. ágúst 2006 21:41 Mynd/AP Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira