Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon 10. ágúst 2006 12:48 Mynd/AP Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn. Erlent Fréttir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn.
Erlent Fréttir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira