Grænfriðungar bjóða aðstoð í Líbanon 4. ágúst 2006 18:45 Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga. Erlent Fréttir Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til nauðstaddra á átakasvæðum í Suður-Líbanon. Um hundrað og fjörutíu tonn af gögnum frá Læknum án landamæra eru í gámum á Kýpur og er beðið færis að flytja þau til Líbanon. Grænfriðungar hafa boðið flaggskip sitt til verksins. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að svo geti farið að ekkert verði af flutningi hjálpargagna til Suður-Líbanon vegna loftárása Ísraela. Það er Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem annast flutning hjálparganga til Líbanons. Bílalest sem átti að flytja vistir og sérþjálfað starfsfólk til Beirút í dag situr föst í þorpinu Arida við landamærin að Sýrlandi. Svo gæti farið að bílarnir fari um vegi utan alfaraleiðar en það mun tefja töluvert fyrir. Læknum án landamæra hefur einnig reynst erfitt að senda fulltrúa sína til Suður-Líbanon. Samtökin hafa orðið að treysta á leigubíla til að flytja hjálpargögn til sjúkrahúsa á svæðinu þar sem ökumenn flutningabíla neita að keyra þangað vegna loftárásanna. Þess fyrir utan gengur brösulega að flytja gögn til Líbanon og sem merki um það eru hundrað og fjörutíu tonn af hjálpargöngum frá Læknum án landamæra á Kýpur og er beðið eftir að hægt verði að flytja þau til Líbanon en óvíst er hvenær það verður. Grænfriðungar hafa boðið samtökunum flaggskip sitt, Rainbow Warrior, til að flytja hjálpargögnin á áfangstað. Skipið er nú í höfninni í Beirút. Ekkert lát hefur verið á loftárásum Ísraela á Líbanon í dag en um leið hafa skæruliðar Hizbollah látið flugskeytum rigna á Ísrael og skutu einum fjörutíu á hálftíma. Tveir Ísraelar féllu í þeim árásum en á sama tíma hafa tugir fallið í Líbanon. Fram kemur á fréttavef BBC að Ísraelsher hefur sagt liðsmönnum sínum að búa sig undir sókn langt inn í landið, lengra en Ísraelsher hefur farið í rúma tvo áratugi. Snemma í gærmorgun gerðu Ísraelar loftárásir á höfuðstöðvar líbanskra góðgerðarsamtaka í bænum Nabatiyeh í Suður-Líbanon. Byggingin eyðilagðist og tíu aðrar í nágrenninu að auki. Björgunarsveitarmenn leituðu lifenda og liðinna þar í dag. Mohamed Baker, sem var að leita ættingja sinna, fann þá aldraða blinda konu sem hafði legið í rústum annarrar byggingar í næsta nágrenni í tíu daga.
Erlent Fréttir Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira