Blair og Bush funda um stríðið í Líbanon 28. júlí 2006 12:09 MYND/AP Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust. Erlent Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust.
Erlent Fréttir Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira