Liðsflutningar til landamæranna halda áfram 22. júlí 2006 10:01 Zrariyeh í Líbanon MYND/AP Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim. Erlent Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira