Sjötug mamma 8. júlí 2006 17:29 Mynd/Getty Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári. Erlent Fréttir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári.
Erlent Fréttir Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira