Sautján látnir í átökum á Gaza í dag 6. júlí 2006 21:00 MYND/AP Að minnsta kosti sextán Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í kvöld. Herinn hefur fengið skipanir um að ráðast enn lengra inn á Gazasvæðið. Ofbeldið í dag er það mesta síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan. Loftárásir voru gerðar á bæinn Beit Lahiya í kvöld og eru þær sagðar hafa orðið níu manns að bana. Ísraelsher segist hafa ráðist á herskáa Palestínumenn á svæðinu og drepið fjóra vopnaða menn. Í þorpinu áttu sér líka stað bardagar þar sem Palestínumenn skutu eldflaugum að skriðdrekum og þyrlum Ísraelsmanna. Samkvæmt Ísraelsher féllu sjö vopnaðir Palestínumenn í þeim átökum auk þess sem einn hermaður Ísraela var skotinn til bana á norðurhluta Gaza. Alls hafa því um sextán Palestínumenn látist í dag og einn Ísraelsmaður. Tíu Palestínumenn til viðbótar hafa fallið síðan innrásin hófst fyrir viku síðan. Íbúar Beit Lahiya hafast nú við innandyra á meðan skriðdrekar keyra um göturnar. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað skriðdrekum að ráðast enn lengra inn á Gazasvæðið eftir að skæruliðar frá Hamas skutu eldflaugum inn í stóra ísraelska borg, Ashkelon, í gær og fyrradag. Ísraelsher hóf innrásina fyrir viku síðan til að freista þess að þrýsta á herskáa Palestínumenn að sleppa ungum ísraelskum hermanni sem þeir hafa í haldi. Innanríkisráðherra Palestínu hefur hvatt þarlendar öryggissveitir til að beita sér af öllum mætti gegn þessari huglausu innrás. Herinn hefur nú komið sér fyrir í rústum landtökubyggða gyðinga í norðurhluta Gaza og hyggst ekki hverfa á brott fyrr en takmarkinu er náð. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Að minnsta kosti sextán Palestínumenn féllu í árásum Ísraelshers á Gazasvæðið í kvöld. Herinn hefur fengið skipanir um að ráðast enn lengra inn á Gazasvæðið. Ofbeldið í dag er það mesta síðan Ísraelsher yfirgaf Gazasvæðið fyrir tæplega ári síðan. Loftárásir voru gerðar á bæinn Beit Lahiya í kvöld og eru þær sagðar hafa orðið níu manns að bana. Ísraelsher segist hafa ráðist á herskáa Palestínumenn á svæðinu og drepið fjóra vopnaða menn. Í þorpinu áttu sér líka stað bardagar þar sem Palestínumenn skutu eldflaugum að skriðdrekum og þyrlum Ísraelsmanna. Samkvæmt Ísraelsher féllu sjö vopnaðir Palestínumenn í þeim átökum auk þess sem einn hermaður Ísraela var skotinn til bana á norðurhluta Gaza. Alls hafa því um sextán Palestínumenn látist í dag og einn Ísraelsmaður. Tíu Palestínumenn til viðbótar hafa fallið síðan innrásin hófst fyrir viku síðan. Íbúar Beit Lahiya hafast nú við innandyra á meðan skriðdrekar keyra um göturnar. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað skriðdrekum að ráðast enn lengra inn á Gazasvæðið eftir að skæruliðar frá Hamas skutu eldflaugum inn í stóra ísraelska borg, Ashkelon, í gær og fyrradag. Ísraelsher hóf innrásina fyrir viku síðan til að freista þess að þrýsta á herskáa Palestínumenn að sleppa ungum ísraelskum hermanni sem þeir hafa í haldi. Innanríkisráðherra Palestínu hefur hvatt þarlendar öryggissveitir til að beita sér af öllum mætti gegn þessari huglausu innrás. Herinn hefur nú komið sér fyrir í rústum landtökubyggða gyðinga í norðurhluta Gaza og hyggst ekki hverfa á brott fyrr en takmarkinu er náð.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira