Stefnubreyting liggur í loftinu 22. júní 2006 19:30 Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu. MYND/AP Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Fundur leiðtoganna var sá fyrsti frá því að Olmert tók við embætti forsætisráðherra á vordögum og miðað við þau blíðuhót sem þeir sýndu hvor öðrum í Petra í Jórdaníu í morgun virðist ágætis samstarf vera í uppsiglingu. Fundurinn í morgun var óformlegur en annar fundur er áformaður á næstu tveimur vikum þar sem sambúð ríkjanna verða rædd af meiri þunga. Ekki er þó búist við að eiginlegar samningaviðræður fari þar fram því Ísraelsstjórn hefur alfarið hafnað slíkum þreifingum á meðan ríkisstjórn Hamas-samtakanna skirrist við að viðurkenna tilverurétt Ísraels og afvopnast. Ástandið á herteknu svæðunum er ekki með þeim hætti um þessar mundir að sáttahugur sé í íbúum þeirra. Í dag fór fram jarðarför systkina á Gaza-ströndinni sem létust eftir að ísraelsk sprengja, sem ætluð var uppreisnarmönnum, féll á hús þeirra. Því er ekki að undra að hljóðið í ráðamönnum sé dökkt. Breska blaðið Guardian greinir raunar frá í því dag að leiðtogar Hamas-samtakanna hafi í meginatriðum fallist á tillögu nokkurra palestínskra andófsmanna, sem sitja ísraelskum fangelsum, þar sem kveðið er á um friðsamlega sambúð ríkjanna til að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem Abbas hefur hótað. Meiriháttar stefnubreyting gæti því verið í farvatninu. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Fundur leiðtoganna var sá fyrsti frá því að Olmert tók við embætti forsætisráðherra á vordögum og miðað við þau blíðuhót sem þeir sýndu hvor öðrum í Petra í Jórdaníu í morgun virðist ágætis samstarf vera í uppsiglingu. Fundurinn í morgun var óformlegur en annar fundur er áformaður á næstu tveimur vikum þar sem sambúð ríkjanna verða rædd af meiri þunga. Ekki er þó búist við að eiginlegar samningaviðræður fari þar fram því Ísraelsstjórn hefur alfarið hafnað slíkum þreifingum á meðan ríkisstjórn Hamas-samtakanna skirrist við að viðurkenna tilverurétt Ísraels og afvopnast. Ástandið á herteknu svæðunum er ekki með þeim hætti um þessar mundir að sáttahugur sé í íbúum þeirra. Í dag fór fram jarðarför systkina á Gaza-ströndinni sem létust eftir að ísraelsk sprengja, sem ætluð var uppreisnarmönnum, féll á hús þeirra. Því er ekki að undra að hljóðið í ráðamönnum sé dökkt. Breska blaðið Guardian greinir raunar frá í því dag að leiðtogar Hamas-samtakanna hafi í meginatriðum fallist á tillögu nokkurra palestínskra andófsmanna, sem sitja ísraelskum fangelsum, þar sem kveðið er á um friðsamlega sambúð ríkjanna til að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem Abbas hefur hótað. Meiriháttar stefnubreyting gæti því verið í farvatninu.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira