Íranar hætta ekki auðgun úrans 1. júní 2006 12:30 Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. MYND/AP Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira