Phoenix í úrslit Vesturdeildar 23. maí 2006 06:23 Steve Nash og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð AFP Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira