Dallas burstaði meistarana 10. maí 2006 12:30 Josh Howard sótti grimmt að körfu San Antonio í nótt og var stigahæsti maður vallarins NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Avery Johnson setti leikstjórnandann Devin Harris inn í byrjunarliðið og færði Jason Terry í stöðu skotbakvarðar. Hann sagði leikmönnum sínum að spila leikinn eins og þeir væru að spila götubolta, en hvað sem það þýðir, stóð ekki á því að leikmenn hans svöruðu kallinu. Stuðningsmenn San Antonio bauluðu fullum hálsi á dómarana meira en hálfan leikinn, því dómgæslan þótti á tíðum nokkuð undarleg og fengu nokkrir leikmenn San Antonio tæknivillur í kjölfarið. Þar á meðal var Nick Van Exel sendur í bað í öðrum leikhluta. Þetta var þriðji leikur San Antonio á fimm dögum. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas með 27 stig og 9 fráköst, Dirk Nowitzki hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hitti vel og kláraði með 21 stig, Devin Harris skoraði 20 stig og Jerry Stackhouse setti 19 stig af bekknum. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá San Antonio, Tony Parker skoraði 15 stig og Manu Ginobili skoraði 13 stig en var langt frá sínu besta. Næsti leikur í einvíginu fer ekki fram fyrr en á laugardag og verða leikmenn San Antonio líklega fegnir hvíldinni eftir útreiðina í nótt, sem var einhver sú versta sem liðið hefur hlotið á heimavelli í háa herrans tíð. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira
Dallas Mavericks vann í nótt nokkuð óvæntan stórsigur á meisturum San Antonio á útivelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar 113-91 og jafnaði metin í einvíginu í 1-1. Avery Johnson gerði miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og þær skiluðu sér svo sannarlega í nótt, þar sem heimamenn sáu aldrei til sólar. Avery Johnson setti leikstjórnandann Devin Harris inn í byrjunarliðið og færði Jason Terry í stöðu skotbakvarðar. Hann sagði leikmönnum sínum að spila leikinn eins og þeir væru að spila götubolta, en hvað sem það þýðir, stóð ekki á því að leikmenn hans svöruðu kallinu. Stuðningsmenn San Antonio bauluðu fullum hálsi á dómarana meira en hálfan leikinn, því dómgæslan þótti á tíðum nokkuð undarleg og fengu nokkrir leikmenn San Antonio tæknivillur í kjölfarið. Þar á meðal var Nick Van Exel sendur í bað í öðrum leikhluta. Þetta var þriðji leikur San Antonio á fimm dögum. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas með 27 stig og 9 fráköst, Dirk Nowitzki hafði hægt um sig í sóknarleiknum en hitti vel og kláraði með 21 stig, Devin Harris skoraði 20 stig og Jerry Stackhouse setti 19 stig af bekknum. Tim Duncan skoraði 28 stig og hirti 9 fráköst hjá San Antonio, Tony Parker skoraði 15 stig og Manu Ginobili skoraði 13 stig en var langt frá sínu besta. Næsti leikur í einvíginu fer ekki fram fyrr en á laugardag og verða leikmenn San Antonio líklega fegnir hvíldinni eftir útreiðina í nótt, sem var einhver sú versta sem liðið hefur hlotið á heimavelli í háa herrans tíð.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira