Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar 31. mars 2006 16:42 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Í tilkynningu frá Milestone segir að félagið hafi keypt 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í apríl í fyrra og voru kaupin samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í lok júní, en frá þeim tíma varð Sjóvá hluti af samstæðu Milestone. Í lok júní 2005 var hlutafé félagsins aukið um 857 milljónir króna að nafnvirði eða ríflega 7,6 milljarða að markaðsvirði og var hlutaféð greitt inn með peningum annars vegar og hlutabréfum í félögum hins vegar. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni hf.(áður Íslandsbanki hf.) og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í lok árs var hlutur samstæðunnar í Glitni hf. að nafnvirði tæpa 2,3 milljarða króna. Í janúar 2006 keypti samstæðan hlutabréf í Glitni hf. að nafnvirði 510,7 milljóna króna og tók þátt í hlutafjárútboði þar sem keypt voru hlutabréf að nafnvirði 162,4 milljónir króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi Sjóvá var góður en jafnframt var nokkur viðsnúningur í vátryggingastarfsemi félagsins. Vonir standa til þess að afkoma vátryggingastarfsemi haldi áfram að batna á þessu ári. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone ehf. hlutabréf í Dagsbrún hf. að nafnvirði 715,2 milljónir krónaog ræður samstæðan nú yfir 15,2 prósentum hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group hf. Samkvæmt samningnum mun Milestone framselja eignarhluti sína í Glitni hf. að nafnverði 2,15 milljarðar króna að meðtöldum framvirkum samningum, til Þáttar eignarhaldsfélags ehf., dótturfélags Milestone ehf. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eignarhluti Milestone í Þætti lækka í 80 prósent. Eigið fé móðurfélagsins var í upphafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207 prósent sem er í samræmi við væntingar hluthafa félagsins. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5 prósent og samstæðunnar ríflega 28 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Í tilkynningu frá Milestone segir að félagið hafi keypt 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í apríl í fyrra og voru kaupin samþykkt af Fjármálaeftirlitinu í lok júní, en frá þeim tíma varð Sjóvá hluti af samstæðu Milestone. Í lok júní 2005 var hlutafé félagsins aukið um 857 milljónir króna að nafnvirði eða ríflega 7,6 milljarða að markaðsvirði og var hlutaféð greitt inn með peningum annars vegar og hlutabréfum í félögum hins vegar. Stærstu eignir Milestone eru hlutabréf í Glitni hf.(áður Íslandsbanki hf.) og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í lok árs var hlutur samstæðunnar í Glitni hf. að nafnvirði tæpa 2,3 milljarða króna. Í janúar 2006 keypti samstæðan hlutabréf í Glitni hf. að nafnvirði 510,7 milljóna króna og tók þátt í hlutafjárútboði þar sem keypt voru hlutabréf að nafnvirði 162,4 milljónir króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi Sjóvá var góður en jafnframt var nokkur viðsnúningur í vátryggingastarfsemi félagsins. Vonir standa til þess að afkoma vátryggingastarfsemi haldi áfram að batna á þessu ári. Í upphafi árs 2006 keypti Milestone ehf. hlutabréf í Dagsbrún hf. að nafnvirði 715,2 milljónir krónaog ræður samstæðan nú yfir 15,2 prósentum hlutafjár í félaginu. Í desember 2005 gerði Milestone áskriftar- og hluthafasamning við Baug Group hf. Samkvæmt samningnum mun Milestone framselja eignarhluti sína í Glitni hf. að nafnverði 2,15 milljarðar króna að meðtöldum framvirkum samningum, til Þáttar eignarhaldsfélags ehf., dótturfélags Milestone ehf. Auk þess mun Milestone framselja eignarhlut sinn í Sjóvá til Þáttar. Framsalið er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins sem ekki liggur fyrir og því hafa viðskiptin ekki verið bókfærð í ársreikningum félaganna. Samkvæmt samningnum mun eignarhluti Milestone í Þætti lækka í 80 prósent. Eigið fé móðurfélagsins var í upphafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Að teknu tilliti til innborgunar hlutafjár á árinu nam arðsemi eigin fjár á árinu 2005 ríflega 207 prósent sem er í samræmi við væntingar hluthafa félagsins. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins í lok ársins var 44,5 prósent og samstæðunnar ríflega 28 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira